Kristileg bænabók

AndMus1627a Senda ábendingu: AndMus1627a
Kristileg bænabók
[Christeleg | Bæna bok | Skrifud fyrst j Þysku Mꜳle | Af | Andrea Musculo Doct. | ANNO 1559. | Enn a Islendsku wt | løgd, af H. Gudbrande | Thorlakssyne. | Prentud ad nyu a Holum | i Hialltadal. | ANNO | MDCXX VII]

Útgáfustaður og -ár: Hólar, e.t.v. 1627
Útgáfa: 3

Þýðandi: Guðbrandur Þorláksson (-1627)
Varðveislusaga: Ekkert eintak er nú þekkt, en bókin er skráð á ofangreindan hátt í bókaskrá í Lbs. 612, 4to eftir eintaki sem til hefur verið í Kolgerði í Grýtubakkasókn á árunum 1866-69. Enn fremur segir þar um bókina: „Aptaná titilblaði byrjar strax formáli og nær yfir 1. opnu, ódagsett, en undir S. Th. S. S. Svo er á einni blaðsíðu „registur“ yfir bænirnar sem er skipt i 15 flokka. 12. blaða brot          arkastafir A-M. blaðsíðutal ekkert. eitthvað ofurlítið vantar aptanvið bókina að minsta kosti 2 blöð, til að geta fyllt M. arkið eða hið 12 ark bókarinnar.“ Sr. Vigfús Jónsson í Hítardal getur bókarinnar einnig: „Séð hef eg bænabók Musculii undir ártalinu 1627 og formála séra Þorláks Skúlasonar, hvar inni hann getur um langvarandi veiki herra Guðbrands etc.“
Efnisorð: Guðfræði ; Bænir
Bókfræði: Lbs. 612, 4to Jón Halldórsson (1665-1736): Biskupasögur 2, Reykjavík 1911-1915, 45.