Bænadagapredikanir

GisTho1684a Senda ábendingu: GisTho1684a
Bænadagapredikanir
[Bænadaga Predikaner. 1684.]

Útgáfustaður og -ár: Hólar, e.t.v. 1684

Varðveislusaga: Bænadagapredikana Gísla biskups 1684 er getið í bókaskrá í JS 490, 4to og hjá Finni Jónssyni, enn fremur hjá Hálfdani Einarssyni: „Conciones diebus supplicationum legendæ, auctore Gislavo Thorlacio, Episcopo Hol. ed. 1684.“ Ekkert eintak er nú þekkt. Bænadagar, þrír á ári, voru fyrst boðnir með opnu bréfi 11. mars 1674 og síðan flest ár fram til 1684 (Lovsamling for Island). Þrjár bænadagapredikanir voru prentaðar í 2. útgáfu Gíslapostillu 1684-1685, og er ekki fráleitt að fyrrgreindar heimildir eigi einungis við þá prentun.
Efnisorð: Guðfræði ; Prédikanir
Bókfræði: JS 490, 4to Finnur Jónsson (1704-1789): Historia ecclesiastica Islandiæ 3, Kaupmannahöfn 1775, 727. • Hálfdan Einarsson (1732-1785): Sciagraphia historiæ literariæ Islandicæ, Kaupmannahöfn 1777, 231. • Lovsamling for Island 1, Kaupmannahöfn 1853, 351-352. • Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the seventeenth century, Islandica 14 (1922), 113.