Útgefandi sr. Jón Jónsson að Möðrufelli, stofnandi Evangeliska smábókafélagsins. Ritin eru tölusett 1-80, en eru alls 90 auk formála, sum númer greind sundur með bókstöfum; sums staðar eru fleiri en eitt rit saman í kveri með framhaldandi blaðsíðutali. Þegar sr. Jón lést 1846 voru komin út rit nr. 1-67, en nr. 56c-d, 57b og 68-80 komu út síðar. Ritin eru án titilblaðs nema nr. 3 og 4.