Án ártals, en bókin er talin prentuð 1609. Íslensk þýðing: Crymogæa, Reykjavík 1985. Fyrsta bók ritsins var tekin upp í rit eftir St. J. Stephanius: De regno Daniæ et Norvegiæ … tractatus varii, tvær útgáfur, Leiden 1629. Sjö fremstu kaflar fyrstu bókar voru prentaðir í enskri þýðingu í riti Samuels Purchas: Hakluytus posthumus, or Purchas his pilgrims, London 1625 og oftar. . Loks er ritið allt endurprentað í Bibliotheca Arnamagnæana 10 (1951), 1-225.