Deilurit gegn bók eftir David Fabricius: Van Isslandt unde Grönlandt, 1616. Endurprentað í Bibliotheca Arnamagnæana 11 (1952), 1-34. Anatome Blefkeniana og Crymogaea munu ekki hafa verið gefnar út að nýju með þessu riti þótt þeirra sé getið á titilsíðu, en prentarinn, H. Carstens, sem annaðist einnig útgáfu Crymogaea 1610 og Anatome 1613, hefur sennilega ætlað að láta þessi rit fylgjast að í einu bindi, enda eru tvö slík eintök varðveitt í söfnum, annað í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn, hitt í Bretasafni í Lundúnum.