Þetta er 6. pr. biblíunnar, en ekki hin 5. eins og segir á titilsíðu. Nýja testamentið er prentað hér lítið breytt eftir útgáfunni 1827; að endurskoðun á þýðingu Gamla testamentisins unnu sr. Árni Helgason (1. Mósebók, Rutarbók, Samúelsbækur, Konungabækur, Jobsbók, Davíðssálmar, Orðskviðir, Predikarinn, Ljóðaljóð, Jeremías, apokrýfar bækur allar nema fyrri Makkabeabók), Sveinbjörn Egilsson (2. Mósebók, spámannabækur allar nema Jeremías og Harmagrátur), Jón Jónsson lektor (3. Mósebók), sr. Ásmundur Jónsson (4. Mósebók), sr. Helgi Thordersen (5. Mósebók), sr. Hannes Stephensen (Jósúabók), sr. Jón Jónsson í Möðrufelli (Dómarabók), sr. Þorsteinn Hjálmarsen (Kroníkubækur), sr. Markús Jónsson (Esrabók, Nehemíabók), sr. Ólafur E. Johnsen (Esterarbók), sr. Jón Jónsson í Steinnesi (Harmagrátur, fyrri Makkabeabók).