Talin prentuð í Björgvin um 1750. Eitt eintak þekkt er í Háskólabókasafni í Björgvin. Titilblað vantar í eintakið en það er skrifað og titill hér tekinn eftir því. 3. útgáfa af þessari prentun Egils sögu mun hafa komið út í Björgvin 1751, en af henni er ekkert eintak nú þekkt.