Prentað í tveimur gerðum. Önnur er stærri á þykkri pappír, titill í tvílitum ramma, 23,1×13,3 sm, kvæðið prentað á [3.-4.] bls. í fjólubláum síðuramma; titill í minni gerð er í breiðum einlitum ramma, 19,8×13,1 sm, kvæðið prentað á [2.-4.] bls. í svörtum síðuramma. Texti á titilsíðu er prentaður í tveimur litum í stærri gerð, en þremur í hinni minni. Kvæðið er prentað með sama sátri í báðum gerðum og texti óbreyttur, nema hvað leiðrétt er í stærri gerð í síðasta erindi „bóka-safin“ í „bóka-safn“ og undir kvæðinu „Magnusson“ í „Magnússon“. Í skrá Bretasafns er getið um eintak prentað gylltu letri á litaðan pappír.