Bænadagapredikana Gísla biskups 1684 er getið í bókaskrá í JS 490, 4to og hjá Finni Jónssyni, enn fremur hjá Hálfdani Einarssyni: „Conciones diebus supplicationum legendæ, auctore Gislavo Thorlacio, Episcopo Hol. ed. 1684.“ Ekkert eintak er nú þekkt. Bænadagar, þrír á ári, voru fyrst boðnir með opnu bréfi 11. mars 1674 og síðan flest ár fram til 1684 (Lovsamling for Island). Þrjár bænadagapredikanir voru prentaðar í 2. útgáfu Gíslapostillu 1684-1685, og er ekki fráleitt að fyrrgreindar heimildir eigi einungis við þá prentun.