Passíusálmarnir voru næst prentaðir í Sálmabók 1671. Út af Passíusálmum sr. Hallgríms samdi sr. Jón Jónsson Píslarhugvekjur, Meditationes passionales, 1766; sr. Vigfús Erlendsson samdi út af þeim L. Hugvekjur, Vigfúsarhugvekjur, 1773, 1779, 1835; loks samdi sr. Vigfús Jónsson út af sálmunum Fimmtíu píslarhugvekjur, 1833.