Þetta er fyrsta íslenska tímaritið þó það sé skrifað á dönsku. Fyrsti og annar árgangur voru prentaðir í Hrappsey en sá þriðji í Kaupmannahöfn. Fyrsti árgangur er 15 tölublöð með titilsíðu fyrir hverju þeirra. Árgangurinn endar í desember 1774 og nær því yfir þrem mánuðum lengra tímabil en upphaflega var ætlað. Samkvæmt Jóni Helgasyni munu titilblöð hafa verið prentuð á alla þrjá árgangana og sameiginlegt titilblað fyrir 1. og 2. árg. en þau eru óvíða til nema að 3. árg. Ljósprentað í Reykjavík 1952.