Titillinn er tekinn eftir Feðgaævum Boga Benediktssonar, þar sem segir að erfiljóðin hafi verið prentuð í Hrappsey 1784 í átta blaða broti. Ekkert eintak er nú þekkt. Útfararminning eftir Jóhönnu Ormsdóttur var prentuð í Nokkrum ljóðmælum, og síðar í Íslenskri ljóðabók, þar sem einnig segir að hún hafi verið prentuð sér í lagi 1784 í Hrappsey.