Titilblað er nú ekki á neinu eintaki nema því sem Jón Eiríksson átti og nú er í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Jón lét prenta þetta titilblað eftir útgáfunni 1578, breytti aðeins ártalinu. Vafi leikur á því að útgáfan sé rétt ársett og líklegra að hún sé síðar prentuð, sbr. Steingrím Jónsson. Sjá einnig bókfræði um fyrri útgáfur.