Prentað í sama viðhafnarbúningi sem kvæði Jónasar Hallgrímssonar til Gaimards sama dag. Titilsíða er til í tveimur gerðum; í annarri er texti prentaður í tveimur litum í tvílitum ramma með rósaskrauti, 19,9×12,3 sm, í hinni er textinn prentaður í einum lit. Kvæðið er prentað á [3.-4.] bls. í gulum síðurömmum.