Eitt eintak þekkt er í bókasafni Cornell-háskóla, en í það vantar 65.-66. bl. Í skrá um bókasafn Harboes biskups er talinn „Catechismus. Holum 1579.“ Við þetta er bætt orðinu „deest“, þ. e. bókina vantar. Þessi útgáfa er ekki þekkt nú og óvíst hvort hér er um að ræða Katekismus eftir Palladius eða Lúther.