Um þetta bindi segir Jón Sigurðsson: „fimtánda bindi var lángt á leið komið, og átti án efa að koma út 1802 eða þarumbil, en mun aldrei hafa orðið fullprentað; að minnsta kosti þekki eg ekki meira en 286 blaðsíður framanaf því, og hættir þar í miðjum manntalstöflum …“ Hið íslenska bókmenntafélag tók við bókaleifum Lærdómslistafélagsins, og er talið að það hafi séð um að koma 15. bindinu út stuttu eftir 1818.