Þessi prentun er hluti 3. útgáfu Flokkabókar 1834-1835 þar sem hver sálmaflokkur er sér um titilblað og blaðsíðutal. Sálmaflokkur sr. Sigurðar í Presthólum út af Daglegri iðkun guðrækninnar eftir Johann Gerhard var áður prentaður í Sálmabók 1671, Kaupmannahöfn 1742, 1746, 1751 og fyrra hluta Sálmabókar 1772 (Flokkabók), enn fremur með Hugvekjusálmum í Sálmaverki sr. Sigurðar 1772.