Tvö erindi, hið fyrra merkt „Sa Myked Synest“, þ. e. Skúli Magnússon, hið síðara merkt „H. E. S.“, þ. e. Halldór Eiríksson prentari. Eitt eintak þekkt er í Landsbókasafni; í því er ofangreint ártal dregið út og skrifað í stað þess „1746“, en 7.-27. október það ár fór fram úttekt Hólastaðar úr höndum Skúla.