Prentað um 1662, sennilega í Kaupmannahöfn. Brot af arkarblaði, varðveitt í Landsbókasafni. Leturflötur hefur verið tæplega 26 sm breiður, en þar sem langbrot hefur verið í miðju blaði er það nú í sundur og vantar lítið eitt í. Fyrir neðan ofanritaða grafskrift eru varðveittar 16 línur af fremra dálki, upphaf erfiljóða á latínu, allar skaddaðar og fæstar meira en hálfar.