1 result

View all results as PDF
  1. Evangelísk-kristileg messusöngs- og sálmabók
    Sálmabók
    Aldamótabókin
    Leirgerður
    Skynsemistrúarbókin
    Snúinhetta
    Evangelisk-kristileg Messu-saungs- og Sálma-Bók, ad konúnglegri tilhlutun samantekin til almennilegrar brúkunar í Kirkjum og Heima-húsum og útgefin af því konúnglega íslendska Lands Uppfrædíngar Félagi … Leirárgørdum vid Leirá, 1801. Prentud af Faktóri og Bókþryckjara G. J. Schagfjord.

    Publication location and year: Leirárgarðar, 1801
    Publisher: Landsuppfræðingarfélagið
    Printer: Guðmundur Jónsson Skagfjörð (1758-1844)
    Extent:
    Version: 1

    Editor: Geir Vídalín (1761-1823)
    Editor: Magnús Stephensen (1762-1833)
    Variant: Messusöngs- og sálmabók 1801 er til í þremur gerðum, prentuðum með tvenns konar letri að mestu, „cicero“ (smærra) og „mittel“ (stærra). Verða gerðirnar nefndar hér til hægðarauka A, B, C. – – A. Þessi gerð er prentuð með smærra letri. Verð er tilgreint á titilsíðu: „Selst almennt í velsku bindi, 64 skild.“ Blaðsíðutal er xl, [4], 283. – „Til Lesarans.“ Eftir Geir biskup Vídalín og Magnús Stephensen, dagsett 29. júní 1801, iii.-xxxii. bls.; „Til Adgætslu vid Messu-gjørd.“ xxxiii.-xl. bls.; „Einføld Utskíríng Yfir þau 3 nóterudu Sálma Løg, sem finnast í Bókinni, og um reglulegann Sálma-saung.“ 275.-283. bls. – – B. Þessi gerð er prentuð með stærra letri nema skrá um „Innihald Sálmanna“ (4 ótölusettar síður), „Annad Registur Yfir Sálma Løgin í Bókinni“ (339.-342. bls.) og „Einføld Utskíríng“ (343.-351. bls.) sem allt er prentað með sama letri og að mestu leyti með sama sátri og í A-gerð. Verð er tilgreint á titilsíðu: „Selst almennt í velsku Bindi, 76 skild.“ Önnur frávik á titilsíðu eru tvö: „útgéfin“ og „Lands-Uppfrædíngar“. Blaðsíðutal er lii, [4], 351, [1]. Á öftustu blaðsíðu er prentvillulisti sem er ekki í hinum gerðunum. – „Til Lesarans.“ iii.-xlii. bls.; „Til Adgætslu vid Messu-gjørd.“ xliii.-lii. bls. – – C. Þessi gerð er prentuð með sama letri og B aftur á 318. bls., en sálmar frá og með nr. 322 á þeirri síðu með smærra letri. Bókin er öll sett að nýju. C-gerð er að ýmsu leyti frábrugðin hinum gerðunum. Mestu munar að registur yfir sálmalögin hefur verið „aukid med Nótunøfnunum til fyrstu hendíngar í hvørju lagi“ og útskýring sálmalaga hefur verið endurskoðuð og lengd lítið eitt. Í söngfræðinni er bókarskraut yfir síðum í C-gerð, en kaflaheiti þar yfir opnu í A- og B-gerðum. Við náinn samanburð sjást miklu fleiri frávik, en þessi nægja til að greina milli gerðanna. Titilsíða C-gerðar er samhljóða B-gerð. Blaðsíðutal er lii, [4], 352. – „Til Lesarans.“ iii.-xlii. bls.; „Til Adgætslu vid Messu-gjørd.“ xliii.-lii. bls.; „Einføld Utskíríng“, 344.-352. bls. Næsta prentun bókarinnar 1819 er kölluð 3. útgáfa. Verður því eðlilegast að telja B-C-gerð 2. útgáfu.
    Keywords: Theology ; Hymns