Athugasemd: Slitur af þessu arkarblaði eru varðveitt í Landsbókasafni. Það er neðri hluti blaðsins sem á eru 12 áttmælt erindi í þremur dálkum, og sér á hluta tveggja erinda og fáeina stafi hins þriðja sem ofar standa. Af erindunum er ljóst um hvern ort er. Í Sýslumannaævum segir um Jens Spendrup: „Steinn biskup orkti eptir hann ljóð, dróttkveðin í 15 vísum áttmæltum …“ (I, 409). Þar segir enn fremur: „Oddur Magnússon hefir kveðið eptir hann undir sýslumanns Spendrups nafni, sub titulo: Hodie mihi, cras tibi, melod: Far heimur, far sæll; og undir hans eptirlifandi ekkju nafni, sub titulo: gemebundus sed gratulatorius Echo, melod: Hymnus Davidis: Princeps stelliferis etc. í 20 stefum, … samt 2 áttmæltum versum í grafskript.“ Ekki er þess getið hvort þetta hafi verið prentað. Efnisorð: Bókmenntir ; Kveðskapur / Kvæði ; Erfikvæði / Erfiljóð ; Einblöðungar