-



3 niðurstöður

Sækja allar niðurstöður sem PDF
  1. Bænadagapredikanir
    [Bænadaga Predikaner. 1684.]

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, e.t.v. 1684

    Varðveislusaga: Bænadagapredikana Gísla biskups 1684 er getið í bókaskrá í JS 490, 4to og hjá Finni Jónssyni, enn fremur hjá Hálfdani Einarssyni: „Conciones diebus supplicationum legendæ, auctore Gislavo Thorlacio, Episcopo Hol. ed. 1684.“ Ekkert eintak er nú þekkt. Bænadagar, þrír á ári, voru fyrst boðnir með opnu bréfi 11. mars 1674 og síðan flest ár fram til 1684 (Lovsamling for Island). Þrjár bænadagapredikanir voru prentaðar í 2. útgáfu Gíslapostillu 1684-1685, og er ekki fráleitt að fyrrgreindar heimildir eigi einungis við þá prentun.
    Efnisorð: Guðfræði ; Prédikanir
    Bókfræði: JS 490, 4to Finnur Jónsson (1704-1789): Historia ecclesiastica Islandiæ 3, Kaupmannahöfn 1775, 727. • Hálfdan Einarsson (1732-1785): Sciagraphia historiæ literariæ Islandicæ, Kaupmannahöfn 1777, 231. • Lovsamling for Island 1, Kaupmannahöfn 1853, 351-352. • Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the seventeenth century, Islandica 14 (1922), 113.
  2. Bænadagapredikanir
    [Bænadagapredikaner. 1620]

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, e.t.v. 1620

    Varðveislusaga: Titillinn er tekinn eftir Finni Jónssyni þar sem bókin er talin prentuð 1620. Hennar er einnig getið hjá Hálfdani Einarssyni: „Conciones Pœnitentiales, editæ a Gudbr. Thorl. 1620.“ Ekkert eintak er nú þekkt.
    Efnisorð: Guðfræði ; Prédikanir
    Bókfræði: Finnur Jónsson (1704-1789): Historia ecclesiastica Islandiæ 3, Kaupmannahöfn 1775, 381. • Hálfdan Einarsson (1732-1785): Sciagraphia historiæ literariæ Islandicæ, Kaupmannahöfn 1777, 231.
  3. Bænadagapredikanir
    [Bænadaga Predikaner 3 utaf Mich. 7 v. 1-[10] þeirra 3. bænadaga, samanskrifadar af Hr. Þorlake [og] þricktar 1641.]

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, e.t.v. 1641

    Varðveislusaga: Ekkert eintak er nú þekkt, en Bænadagapredikana Þorláks biskups er getið í nokkrum heimildum. Ofangreindur texti er úr bókaskrá í Lbs. 328, fol. og fylgir þessi athugasemd: „so stendur a Exemplari mynu sem va[ntar] titilbladed ritad af Sr. Þorst. Ketilsyni, en her um [þore] eg eckert vyst ad segia“. Í bréfi til Árna Magnússonar 1. október 1728 nefnir Þóroddur Þórðarson „Predikanir Herra Þorlaks ut af 7. cap. Mich. spámans“. Ritsins er einnig getið hjá Finni Jónssyni: „Conciones tribus diebus supplicationum … 1629. 1641.“ - og Hálfdani Einarssyni: „Conciones tres in Micheæ cap. VII. v. 1-10. tribus diebus supplicationum extraordinariis legendæ, a Thorlaco Skulonio Episc. Hol. confectæ & editæ Hol. 1629 & 1641.“ Dregið hefur verið í efa að ártalið 1629 geti verið rétt þar sem þess er getið í latínukvæði Vigfúsar Gíslasonar framan við Hugvekjur Gerhards 1630 að það sé fyrsta bók prentuð á Hólum í biskupstíð Þorláks Skúlasonar.
    Efnisorð: Guðfræði ; Prédikanir
    Bókfræði: Lbs. 328, fol Árni Magnússon (1663-1730): Arne Magnussons private brevveksling, Kaupmannahöfn 1920, 529. • Finnur Jónsson (1704-1789): Historia ecclesiastica Islandiæ 3, Kaupmannahöfn 1775, 719. • Hálfdan Einarsson (1732-1785): Sciagraphia historiæ literariæ Islandicæ, Kaupmannahöfn 1777, 231. • Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the seventeenth century, Islandica 14 (1922), 96.