-



13 niðurstöður

Sækja allar niðurstöður sem PDF
  1. Evangelía, pistlar og kollektur
    Helgisiðabók
    Euangelia | Pistlar og Collectur | sem Lesin verda Arid vm | kring j Kirkiu sỏf- | nỏdinum, a | Sun̄u Dỏgum og þeim Hatijdū, | sem halldnar, eru epter Ordi- | nantiunne. | og | Nockrar Bæner, at bidia, | a sierligøstum Hatijd- | um Arsins.
    Að bókarlokum: „Þryckt a Holum j Hiallta dal, af | Jone Jons syne, Þan̄ XII | Dag Februarij. | 1581“

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, 1581
    Prentari: Jón Jónsson (1540-1616)
    Umfang: A-R3. [262] bls.

    Varðveislusaga: Eitt eintak þekkt er í Háskólabókasafni í Uppsölum, en óheilt; í það vantar A4-5. Í Lbs. 1235, 8vo er uppskrift af bókinni.
    Efnisorð: Guðfræði ; Helgisiðabækur
    Skreytingar: Myndskreyttur rammi á titilblaði.
    Bókfræði: Lbs. 1235, 8vo Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the sixteenth century, Islandica 9 (1916), 27.
  2. Graduale
    Grallari
    GRADVALE. | Ein Almen̄e- | leg Messusỏngs Bok | saman teken og skrifud, til meire og | samþyckelegre Einingar, i þeim Søng og | Ceremonium, sem j Kirkiunne skal syn- | giast og halldast hier i Lande Ep- | ter Ordinantiunne | af | H. Gudbrand Thorlaks syne. | Item. Almenneleg Handbok med Collec- | tum og Oratium sem Lesast skulu i Kirkiu | Sỏfnudinum Aarid vm kring. | I. Corint. xiiij. | Latid alla hlute sidsamlega, og skickanliga fram | fara ydar a mille. | Item. xj. Cap. | Ef sa er einhuer ydar a medal, sem þrattunar samur | vill vera, Hann vite þad, ad vier hofum ecke slykan Sid- | uana, og ei helldur Gudz Søfnødur.
    Að bókarlokum: „Þryckt a Holum j Hialltadal | af Jone Jons syne, xxv. Dag Oct. | MD XCIIII.“

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, 1594
    Prentari: Jón Jónsson (1540-1616)
    Umfang: Titilblað, A-Þ, Aa-Hh. [257] bls.
    Útgáfa: 1

    Útgefandi: Guðbrandur Þorláksson (-1627)
    Viðprent: Friðrik II Danakonungur (1534-1588): „FRederich Thend Anden med Gudz Naade …“ A1a. Konungsbréf dagsett 29. apríl 1585.
    Viðprent: Oddur Einarsson (1559-1630): „Vm þan̄ Psalma Saung sem tijdkast j Kristeligre Kirkiu, nockur Vnderuijsun af lærdra Manna Bokum, Þeim til Frodleiks sem þad hafa ecke sialfer lesid. Skrifud af vel Lærdum og Heidarligum Man̄e, Herra Odde Einars syne, Biskupe yfer Skalhollts Stikte.“ A1a-4b. Dagsett 26. nóvember 1594.
    Viðprent: Guðbrandur Þorláksson (-1627): „Vm þad retta Messu Embætte, huernen þad skal halldast, efter Rettre Gudz Orda Hliodan, med Saung og Ceremonium“ B1a-C2a. Formáli.
    Viðprent: „Messu Embætte a Bæna dỏgum. og Samkomu døgum, þar þeir eru halldner.“ Þ3b-Aa4b.
    Viðprent: „Hier epterfylgia nockrar vtualdar Bæner og Oratiur sem lesast j Messun̄e a Sunnudỏgum og ỏdrum. Hatijdū kringū Ared.“ Bb1a-Dd4b.
    Viðprent: „Ein Almennelig Handbok fyrer einfallda Presta Huernen Børn skal skijra. Hion saman̄ Vigia, Siukra vitia, og nockut fleira sem Ken̄eman̄a Embætte vid kemur.“ Ee1a-Hh4a.
    Athugasemd: Við bls. I1b er skotið inn í örk miða sem á er prentað annað vers í messuupphafi á kyndilmessu: „Versus secundus. Flockur Einglanna …“, en það hefur fallið niður við prentun bókarinnar. Handbók presta var áður prentuð í Einni kristilegri handbók Marteins Einarssonar 1555, en síðar í Helgisiðabók 1658 og oftar. Ljósprentað í Reykjavík 1944 og aftur 1982 (ársett 1976).
    Athugasemd:
    Efnisorð: Guðfræði ; Messusöngsbækur ; Nótur
    Bókfræði: Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the sixteenth century, Islandica 9 (1916), 45-46. • Páll Eggert Ólason (1883-1949): Upptök sálma og sálmalaga í lútherskum sið á Íslandi, Reykjavík 1924. • Páll Eggert Ólason (1883-1949): Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi 4, Reykjavík 1926, 409-416. • Guðbrandur Jónsson (1888-1953): Formáli, Gradvale, Reykjavík 1944. • Björn Magnússon (1904-1997): Þróun guðsþjónustuforms íslenzku kirkjunnar frá siðaskiptum, Samtíð og saga 6 (1954), 92-116. • Arngrímur Jónsson: Fyrstu handbækur presta á Íslandi eftir siðbót. Handbók Marteins Einarssonar, handritið Ny kgl. Saml. 138 4to, Graduale 1594. Lítúrgísk þróunarsaga íslenzkrar helgisiðahefðar á 16. öld, Reykjavík 1992.

  3. Súmmaría yfir það nýja testamentið
    Summaria | Yfer Þad Nyia Tes- | tamentid. | Þad er. | Innehalld, Meining og Vnderstada Malsins, Og | Þær sierlegustu Lærdoms greiner, sem eru, j Sierhuerium Capitula, | Skrifadar j Þysku Male af Vel lærdum Manne Vito | Theodoro, Sem Var Predikare Gudligs Ordz | j þeim Stad Norenberg j | Þyska Lande. | A Islendsku Vtlagdar af Gudbrande | Thorlaks Syne. | ◯ | Coloss. III. | Latid Christi Ord Rijkugliga byggia a medal ydar | med allre Visku. | 1589.
    Að bókarlokum: „Þryckt a Nupufelle j Eyiafirde | af Jone Jons syne, Aar epter Gudz burd. | M. D. LXXXIX.“ Aaa3b.

    Útgáfustaður og -ár: Núpufell, 1589
    Prentari: Jón Jónsson (1540-1616)
    Umfang: A2, B-Þ, Aa-Þþ, Aaa3. [386] bls.

    Þýðandi: Guðbrandur Þorláksson (-1627)
    Viðprent: Guðbrandur Þorláksson (-1627): „„Þeim Froma Lesara oskar eg Gudbrandur Thorlaks Son Nꜳdar og Fridar af Gude Fødur fyrer Jesum Christum.“ A1b-2b. Formáli.
    Prentafbrigði: Leiðréttingar á Aaa3b eru ekki í öllum eintökum.
    Efnisorð: Guðfræði ; Biblían
    Skreytingar: Bókarhnútar, smámyndir eða einkunnarorð.
    Bókfræði: Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the sixteenth century, Islandica 9 (1916), 39-40. • Pétur Sigurðsson (1896-1971): Sextándu og seytjándu aldar bækur íslenzkar, Árbók Landsbókasafns 9 (1952), 81.

  4. Katekismus
    CATECHISMVS | ÞAD ER | EJn Stutt Vtlagning | Catechismi Srifut[!] a Latinu fyre Norska | Soknarpresta af Doctor. Petro | Palladio Lofligrar min̄ingar | Biskupe ad Sælande j Dan- | mỏrk. An̄o. 1541. | Nu Ad nyiu yfersiedur og Prentadur, ein- | fỏlldum Soknarprestum og almuga | til gagns og nytsemdar | An̄o. 1576. | G. Th. | ◯ | A
    Að bókarlokum: „Þryckt ꜳ Holum Af Jone Jons syne | Þan̄ 24. Dag Martij. 1576.“

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, 1576
    Prentari: Jón Jónsson (1540-1616)
    Umfang: 70 bl.

    Þýðandi: Guðbrandur Þorláksson (-1627)
    Viðprent: PETRVS PALLADIVS ÆSKER Heidarligum Herrum og Brædrum j Christo, Soknarprestum j Norige eilijfa Saluhialp.“ 1a-2b bl.
    Varðveislusaga: Eitt eintak þekkt er í bókasafni Cornell-háskóla, en í það vantar 65.-66. bl. Í skrá um bókasafn Harboes biskups er talinn „Catechismus. Holum 1579.“ Við þetta er bætt orðinu „deest“, þ. e. bókina vantar. Þessi útgáfa er ekki þekkt nú og óvíst hvort hér er um að ræða Katekismus eftir Palladius eða Lúther.
    Efnisorð: Guðfræði ; Katekismar / Barnalærdómur
    Skreytingar: Bókarhnútar, smámyndir eða einkunnarorð.
    Bókfræði: Bibliotheca Harboiana 2 (1784), 236. • Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the sixteenth century, Islandica 9 (1916), 19-20. • Halldór Hermannsson (1878-1958): Bibliographical notes, Islandica 29 (1942), 66-68. • Nielsen, Lauritz (1881-1947): Dansk bibliografi 1551-1600, Kaupmannahöfn 1931-1933, 1272. • Halldór Hermannsson (1878-1958): Gamlar íslenskar bækur, Lesbók Morgunblaðsins 6 (1931), 27-29.

  5. Súmmaría yfir það gamla testamentið
    Summaria | Yfer þad Gamla | Testamentid. | Þad er, | In̄ehalld og meining sierhuers Capitula, | Og huad Madur skal af sierhuerium Capitula | hellst læra. Samsett af Vito | Theodoro. | Vtlagt a Islendsku af | Gudbrande Thorlaks syne. | ◯ | Sæler eru þeir sem ad heyra Gudz ord | og vardueita þad Luc. XI. | A.
    Að bókarlokum: „Þryckt a Nupufelle af Jone Jons syne, | Þann XI. Dag Januarij. | 1591.“

    Útgáfustaður og -ár: Núpufell, 1591
    Prentari: Jón Jónsson (1540-1616)
    Umfang: A, A-Þ, Aa-Dd, Dd-Ee, F2, Ee-Mm. 2 ómerkt bl. [319] bls.

    Þýðandi: Guðbrandur Þorláksson (-1627)
    Viðprent: Guðbrandur Þorláksson (-1627): „Þeim Kristeliga Lesara, Nad og Fridur af Gude Fødur fyrer Jesum Christum“ A1b-4a. Formáli.
    Viðprent: Luther, Martin (1483-1546): „Summaria yfer Psalltaran̄ Samsett Af D. Martin. Luther“ Cc3a-Mm[5]a.
    Athugasemd: Í neðstu línu á titilsíðu er arkavísir.
    Efnisorð: Guðfræði ; Biblían
    Skreytingar: Bókarhnútar, smámyndir eða einkunnarorð.
    Bókfræði: Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the sixteenth century, Islandica 9 (1916), 41-42.

  6. Biblía það er öll heilög ritning
    Biblía
    Guðbrandsbiblía
    Biblia | Þad Er, Øll | Heilỏg Ritning, vtlỏgd | a Norrænu. | Med Formalum Doct. | Martini. Lutheri. | Prentad a Holum, Af | Jone Jons Syne | M D LXXXIIII.
    Að bókarlokum: „Þetta Bibliu verk var endad | a Holum i Hiallta dal, af Jone Jons Syne, | þan̄ vj. Dag Junij. An̄o Domini. M D LXXXiiij“
    Auka titilsíða: „Allar Spa- | man̄a Bækurnar, vtlagd- | ar a Norrænu | Act. 10. | Þessum 〈Christo〉 bera all- | er Spamenn Vitne, Ad | aller þeir sem trua a han̄, | skulu fa Fyrergiefning | Syndan̄a, fyrer hn̄s | Nafn | M D L XXXIIII.“ 4, cxcii, cxc. Á sumum eintökum eru breytt línuskil á titilsíðu: „vtlagd- | ar“. Blaðatal lxxxviii og xc vantar; fyrri talan hefur verið sett á lxxxvii b, en síðari talan á lxxxix b.
    Auka titilsíða: „Nyia Testa- | mentum, a Norrænu. | Matth. 17. | Þesse er minn Elskuligur | Sonur, ad huerium mier | vel þocknast, Honum | skulu þier hlyda | 1584.“ 1, cxxiii, 1.

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, 1584
    Prentari: Jón Jónsson (1540-1616)
    Umfang: Bókinni er skipt í þrjá hluta, og er hver þeirra sér um arka- og blaðatal; fyrsti hluti: [6], ccxcv bl.; annar hluti: [4], cxcii [rétt: cxc] bl.; þriðji hluti: [1], cxxiii, [1] bl.
    Útgáfa: 1

    Útgefandi: Guðbrandur Þorláksson (-1627)
    Þýðandi: Oddur Gottskálksson (-1556)
    Þýðandi: Gissur Einarsson (1512-1548)
    Viðprent: Friðrik II Danakonungur (1534-1588): „WI Friderich thend Anden …“ 1b. Konungsbréf dagsett 19. apríl 1579.
    Viðprent: Friðrik II Danakonungur (1534-1588): „WI Friderich thend Anden …“ 2a. Konungsbréf dagsett 22. apríl 1579.
    Viðprent: Guðbrandur Þorláksson (-1627): „Til Lesarans“ cxxiv a.
    Athugasemd: Notuð er þýðing Nýja testamentisins eftir Odd Gottskálksson sem mun einnig hafa þýtt nokkurn hluta Gamla testamentisins; Gissur biskup Einarsson þýddi Orðskviðu Salómons og Jesú Síraks bók; um aðra þýðendur er óvíst. Ljósprentuð í Reykjavík 1956-1957 og aftur 1984.
    Efnisorð: Guðfræði ; Biblían
    Skreytingar: Myndskreyttur rammi á titilblöðum. Í skraut á titilsíðum eru felld orðin: „ÞESSE ER MINN ELSKLEGI SONVR I HVERIVM MIER VEL“. 1.-4., 7. og 8. lína á aðaltitilsíðu í rauðum lit.
    Bókfræði: Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the sixteenth century, Islandica 9 (1916), 28-35. • Harboe, Ludvig (1709-1783): Kurtze Nachricht von der Isländischen Bibel-Historie, Dänische Bibliothec 8 (1746), 1-156. • Henderson, Ebenezer (1784-1858): Iceland 2, Edinborg 1818, 247-306. Íslensk þýðing, Reykjavík 1957, 391-428 • Guðbrandur Vigfússon (1827-1899), Powell, Georg: An Icelandic prose reader, Oxford 1879, 433-443. • Páll Eggert Ólason (1883-1949): Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi 2, Reykjavík 1922, 538 o. áfr. • Páll Eggert Ólason (1883-1949): Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi 4, Reykjavík 1926, 373-383. • Haraldur Nielsson (1868-1928): De islandske bibeloversættelser, Studier tilegnede Fr. Buhl, Kaupmannahöfn 1925, 181-198. • Bonde, Hildegard: Die Gudbrand-Bibel, Zentralblatt für Bibliothekswesen 52 (1935), 241-247. • Westergaard-Nielsen, Christian: Um þýðingu Guðbrandarbiblíu, Kirkjuritið 12 (1946), 318-329. • Westergaard-Nielsen, Christian: To bibelske visdomsbøger og deres islandske overlevering, Bibliotheca Arnamagnæana 16 (1957), 364-378, 453-464. • Magnús Már Lárusson (1917-2006): Drög að sögu íslenzkra biblíuþýðinga 1540-1815, Kirkjuritið 15 (1949), 336-351. • Steingrímur J. Þorsteinsson (1911-1973): Íslenzkar biblíuþýðingar, Víðförli 4 (1950), 48-85. • Rosenkilde, Volmer: Europæiske bibeltryk, Esbjerg 1952, 202-206. • Bandle, Oskar (1926-2009): Die Sprache der Guðbrandsbiblía, Bibliotheca Arnamagnæana 17 (1956). • Magerøy, Ellen Marie: Planteornamentikken i islandsk treskurd, Bibliotheca Arnamagnæana Supplement 5 (1967), 55 o. áfr. • Stefán Karlsson (1928-2006): Um Guðbrandsbiblíu, Saga 22 (1984), 46-55. • Einar Gunnar Pétursson (1941): Guðbrandur Þorláksson og bókaútgáfa hans, Árbók Landsbókasafns Nýr fl. 10 (1984), 5-26. • Einar Gunnar Pétursson (1941): Fáein atriði um biblíuna úr Minnis- og reikningabók Guðbrands biskups, Árbók Landsbókasafns Nýr fl. 10 (1984), 27-36. • Böðvar Kvaran (1919-2002): Auðlegð Íslendinga, Reykjavík 1995, 50-54. • Ragnar Fjalar Lárusson (1927-2005): Hólabiblíurnar þrjár, På sporet af gamle bibler, Kaupmannahöfn 1995, 35-43, 46-58. • Guðrún Kvaran: Die Anfänge der Buchdruckerkunst in Island und die isländische Bibel von 1584, Gutenberg-Jahrbuch 72 (1997), 140-147.

  7. Bænabók
    Bænabok | MED MORGVM GODVM | og nytsamligum bænum naudsynlig | um a þessum haskasamliga tijma | ad bidia Gud og aluarliga a ad kalla | j aullū vorum naudsynium | og haskasemdum | Til samans lesin og vt lỏgd af mier | Gudbrandi Thorlaks syne | Luc. 22 | Þui sofi þier? standid vpp og bid- | iid, so at þier fallit ei j freistni | Prtenad[!] a Holū af Jone Jons syne | An̄o M D LXX Vj | ɔ·c

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, 1576
    Prentari: Jón Jónsson (1540-1616)
    Umfang: [16], 62 [rétt: 92], [3] bl.

    Viðprent: „Almanak“ [1b-13a] bl.
    Viðprent: Guðbrandur Þorláksson (-1627): „Ein̄ litill formali til þessarar bæna bokar, huernin ein̄ kristin̄ madr skal skicka sig til bænarinar suo hn̄ kun̄e rietteliga at akalla Gud Gudbrandur Thorlaks son“ [13b-16b] bl.
    Varðveislusaga: Eitt eintak þekkt er í Staats- und Universitätsbibliothek í Hamborg.
    Efnisorð: Guðfræði ; Bænir
    Skreytingar: Myndskreyttur rammi á titilblaði.
    Bókfræði: Halldór Hermannsson (1878-1958): Bibliographical notes, Islandica 29 (1942), 66. • Hamburg und Island, Hamborg 1930, 47. • Halldór Hermannsson (1878-1958): Gamlar íslenskar bækur, Lesbók Morgunblaðsins 6 (1931), 27-29.
  8. Um guðs reiði og miskunn
    W Gudz | Reide og Myskun | Ein Nytsamlig Edla Bok, Vtskrifud | af vel lærdū Manne Caspar | Huberino, En̄ a Islend- | sku vtløgd af | Herra Olafi Hiallta syne godrar Min̄- | ingar An̄o Dom. M. D. LX. V. | I. Samuelis II. Cap. | Drottin̄ Deyder og hn̄ Lifgar, han̄ | leider til Heluijtis og aptur j | burtu þadan
    Að bókarlokum: „Þryckt a Holum i hiallta | Dal af Jone Jons syne Þann | XXIII. Dag Martij. Ma- | nadar An̄o Domini. | 1579“

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, 1579
    Prentari: Jón Jónsson (1540-1616)
    Umfang: A-Þ, Aa-Bb6. [412] bls.

    Útgefandi: Guðbrandur Þorláksson (-1627)
    Þýðandi: Ólafur Hjaltason (1500-1569)
    Viðprent: Guðbrandur Þorláksson (-1627): „Ad Pium Lectorem“ A1b-6a. Formáli.
    Viðprent: Luther, Martin (1483-1546): „Martini Lutheri Formali Til huers og eins gods Christins Mans“ A6b-7b.
    Varðveislusaga: Eitt eintak þekkt er í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn.
    Efnisorð: Guðfræði ; Guðræknirit / Hugvekjur / Trúarlíf / Trúfræði
    Bókfræði: Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the sixteenth century, Islandica 9 (1916), 24-25.
  9. Lífsins vegur
    Lifsins | Vegur | Þat er, | Ein Sỏn̄ og Kristeleg vnderuijsun Huad | sa Madur skal Vita, Trua, og Giỏra, | sem ỏdlast vill Eilift Lijf. | Samsett af heyglærdum Man̄e | Doct. Niels Heming syne. | A Islendsku vtlỏgd af mier | Gudbrandi Thorlakssyne. | ◯ | Prentat a Holum af Jone Jons syne. | An̄o 1575.

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, 1575
    Prentari: Jón Jónsson (1540-1616)
    Umfang: A, 4 bl., B-T3. [302] bls.
    Útgáfa: 1

    Þýðandi: Guðbrandur Þorláksson (-1627)
    Viðprent: Guðbrandur Þorláksson (-1627): FROMVM OG HEIDVRSAMligum Man̄i Gun̄are Bonda Gijsla syne, Minum sierdeilis godum Vin oskar eg Gudbrandur Thorlak son, Nadar og Fridar af Gude Faudr fyre Vorn Drottin̄ Jhesum Christum.“ A2a-[10]b. Tileinkun dagsett 23. desember 1575.
    Viðprent: AF BARNAAGANVM NOCKrar Greiner og Articuli.“ A[11]a-b.
    Viðprent: Hemmingsen, Niels (1513-1600): „Erligum edalbornū vijsum og Gudhræddū man̄e Biorn Kꜳes til Strarup Danmarks Rijkis Radzherra og Hofudz man̄e vpp a Malmeyiar slot og hn̄s Erligu edalborin̄e skirlifu og Gudhræddu husfru Christinu Nielsdottr, oskar Niels Hemigs son Nad og Frid af Gude Faudur fyrer vorn Drottin̄ Jesū Christum.“ B1a-C3a. Tileinkun dagsett „Sancti Marteins Messu Dag“ 1570.
    Viðprent: ÞANN CXViij PSAL. Confitemini.“ T2a-3a.
    Viðprent: „Numeri vj. Cpa.“ T3b.
    Prentafbrigði: Tvö eintök þekkt eru í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn; annað er prentað á skinn með afbrigði í 12. línu á titilsíðu, „Prētat“ fyrir „Prentat“, og ekkert greinarmerki í lok línunnar. Í pappírseintakið vantar A2-[9] og alla örkina P.
    Efnisorð: Guðfræði ; Guðræknirit / Hugvekjur / Trúarlíf / Trúfræði
    Skreytingar: Bókarhnútar, smámyndir eða einkunnarorð.
    Bókfræði: Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the sixteenth century, Islandica 9 (1916), 17-19.
  10. Lögbók Íslendinga
    Jónsbók
    Lỏgbok | Islendinga, Hueria saman | Hefur Sett Magnus Noregs Kongr, | Lofligrar minningar, So sem hans | Bref og Formale vottar. | Yferlesin Epter þeim Riettustu og ellstu | Løgbokū sem til hafa feingizt. | Og Prentud epter Bon og Forlage Heid | arligs Mans Jons Jons sonar | Lỏgmans. | 1578
    Að bókarlokum: „Þryckt a Holum i hiallta | Dal af Jone Jons syne Þann | Fyrsta Dag Maij. Manadar | An̄o Do. | 1578.“

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, 1578
    Prentari: Jón Jónsson (1540-1616)
    Umfang: A-Þ, Aa-Ll3. [550] bls.

    Útgefandi: Jón Jónsson (1536-1606)
    Athugasemd: Ljósprentað í Kaupmannahöfn 1934 í Monumenta typographica Islandica 3.
    Efnisorð: Lög
    Skreytingar: 1., 6., 7. og 11. lína á titilsíðu í rauðum lit.
    Bókfræði: Halldór Hermannsson (1878-1958): The ancient laws of Norway and Iceland, Islandica 4 (1911), 20-21. • Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the sixteenth century, Islandica 9 (1916), 22-23. • Ólafur Halldórsson (1855-1930): Indledning, Jónsbók, Kaupmannahöfn 1904, xxi o. áfr. • Ólafur Lárusson (1885-1961): Introduction, Monumenta typographica Islandica 3, Kaupmannahöfn 1934. • Pétur Sigurðsson (1896-1971): Sextándu og seytjándu aldar bækur íslenzkar, Árbók Landsbókasafns 9 (1952), 79-81.

  11. Ein kristileg og stuttleg undirvísan
    EIN | christilig | Og Stuttlig Vnderuijsan Vm Man̄sins | Riettlæting fyre Gude, Skrifad af | Diuplærdum Man̄e Doctor | Johan̄es Pheffinger. | An̄o 1551. | Asamt Nockrum Audrum Nytsemdar | og Lærdoms vnderuijsonum sem | Vppteiknad er a epterfylg- | ianda Blade. | Vtlagt Af G. TH. Syne | 1576. | ɔ⋅c
    Að bókarlokum: „Þryckt a Holum af Jone Jons syne | Þan̄ 17. Dag Febru. 1576.“
    Auka titilsíða: Spangenberg, Johann (1484-1550): „Einn hug- | gunar BaKlingur[!] Og | Christelig vnder vijsun, huørnin Madurin̄ skal | sig til eins Christeligs afgangs af | þessum Heime til reida. | Med Spurningum samsett, af Jo- | han̄e Spangenbergo. | Vtsett a Islendsku af Gudbrande | Thorlakssyne. | ◯“ A1a.
    Auka titilsíða: Spangenberg, Johann (1484-1550): „Af christilig- | um RiddaraSkap Og | Vid hueria Ouine ein Kristin̄ man̄eskia | hefr ad beriazt hier j heime, | Stuttlig vndervijsan vt af Heilag- | re skript, Samantekin̄ af Joh | Spangenbergo. | G. TH. | ◯“ C4b.
    Auka titilsíða: Palladius, Niels (-1560): „Vm Dōa- | Dag | EIrn Nytsamligur tra | ctatus, Samsettr og skrifadr ꜳ Dỏnsku, | Af M. Nicolao Palladio lof- | ligrar min̄ingar Superinten- | dente Skꜳneyiar stigtis, | ꜳr et ct. 1558 | Gudbrandur Thorlaks Son. | ◯“ F2a.

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, 1576
    Prentari: Jón Jónsson (1540-1616)
    Umfang: ɔ⋅c, A-K7. 8, 41, 38 bl.

    Þýðandi: Guðbrandur Þorláksson (-1627)
    Viðprent: „Ein Bæn.“ ɔ⋅c8b.
    Viðprent: Guðbrandur Þorláksson (-1627): TIL LESARANS. A1b.
    Viðprent: Guðbrandur Þorláksson (-1627): „Þeim ed les, til seigist heilsan j Gude.“ C5a-b. Formáli.
    Viðprent: „Vt Af Riddaraskap PapISTANNA E4a-F1b.
    Varðveislusaga: Eitt eintak þekkt er í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn
    Efnisorð: Guðfræði ; Guðræknirit / Hugvekjur / Trúarlíf / Trúfræði
    Bókfræði: Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the sixteenth century, Islandica 9 (1916), 20-21.
  12. Jesus Syrach á norrænu
    Biblía. Gamla testamentið. Jesus Syrach
    Jesus | Syrach, a Nor- | rænu. | 1580.

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, 1580
    Prentari: Jón Jónsson (1540-1616)
    Umfang: A-N+. (208+) bls.

    Þýðandi: Gissur Einarsson (1512-1548)
    Viðprent: Luther, Martin (1483-1546): „Formale yfer Bokina Jesu Syrachs D. Mart. Luth.“ A1b-3b.
    Viðprent: „Ad Menn Kun̄e Þess framar til Guds ötta at uppvekiast, eru hier tilsettar Nockrar mꜳls greiner wr Heilagre Ritningu ut af Otta Drottins, auk þeirra sem ꜳdur eru i þessari Jesus Syrachs Book.“ O1b-3a.
    Athugasemd: Þrjú eintök eru þekkt, öll óheil. Lengst nær eintak í Þjóðbókasafni Skota í Edinborg, endar á N8, en niðurlag er skrifað, O1-3a; þar stendur að bókarlokum: „Þryckt ä Hölum i Hialltadal. | af Jone Jons Syne. Anno. | 1580.“
    Efnisorð: Guðfræði ; Biblían
    Skreytingar: Myndskreyttur rammi á titilblaði.
    Bókfræði: Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the sixteenth century, Islandica 9 (1916), 25-26. • Uggla, Arvid Hjalmar: Uppsala universitetsbiblioteks samling av nyisländsk litteratur, Uppsala universitets biblioteks minnesskrift 1621-1921, Uppsalir 1921, 556-558. • Páll Eggert Ólason (1883-1949): Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi 2, Reykjavík 1922, 560-562. • Gissur Einarssons islandske oversættelse af Ecclesiasticus og Prouerbia Salomonis, Bibliotheca Arnamagnæana 15 (1955). • Westergaard-Nielsen, Christian: To bibelske visdomsbøger og deres islandske overlevering, Bibliotheca Arnamagnæana 16 (1957).
  13. Salómonis orðskviðir
    Biblía. Gamla testamentið. Orðskviðir
    Salomo- | nis Ordzkuider | a Norrænu | ◯ | Actorum X. | Huer sem Ottast Gud, og | giører Riettuise a þeim | hefur hn̄ þocknan.
    Að bókarlokum: „Þryckt a Holum i Hialltadal, | af Jone Jonssyne. An̄o | 1580.“

    Útgáfustaður og -ár: Hólar, 1580
    Prentari: Jón Jónsson (1540-1616)
    Umfang: A-I4. [135] bls.

    Þýðandi: Gissur Einarsson (1512-1548)
    Viðprent: Luther, Martin (1483-1546): „Formale yfer Ordzkuida Bokina Salomonis. D. M. L.“ A2a-5b.
    Efnisorð: Guðfræði ; Biblían
    Skreytingar: Myndskreyttur rammi á titilblaði. Bókarhnútar, smámyndir eða einkunnarorð.
    Bókfræði: Halldór Hermannsson (1878-1958): Icelandic books of the sixteenth century, Islandica 9 (1916), 25. • Uggla, Arvid Hjalmar: Uppsala universitetsbiblioteks samling av nyisländsk litteratur, Uppsala universitets biblioteks minnesskrift 1621-1921, Uppsalir 1921, 556-558. • Páll Eggert Ólason (1883-1949): Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi 2, Reykjavík 1922, 559-560. • Gissur Einarssons islandske oversættelse af Ecclesiasticus og Prouerbia Salomonis, Bibliotheca Arnamagnæana 15 (1955). • Westergaard-Nielsen, Christian: To bibelske visdomsbøger og deres islandske overlevering, Bibliotheca Arnamagnæana 16 (1957).